Bréf frá nýjum skólastjóra

Ég er stolt og ánægð með nýtt starf sem skólastjóri Varmahlíðarskóla og hef þar með hafið nýtt og spennandi tímabil í lífi mínu. Við skólann verður jafnframt ráðinn annar nýr starfsmaður, Hafdís Guðlaug Skúladóttir, leik- og grunnskólakennari en hún kemur í stað Ásdísar Hermannsdóttur. Hafdís verður bekkjarkennari 4. bekkjar. Enn á eftir að finna í hlutastöður í íþróttahúsi/sundlaug og náms- og starfsráðgjafa. Ég vil nota tækifærið og upplýsa um hvenær og hvernig fyrstu starfsdagarnir verða í haust.

16. ágúst. Fræðsludagur starfsfólks í Miðgarði. 
19. ágúst. Starfsfólk í mötuneyti og skólaliðar mæta til starfa.
22. ágúst. Kennarar og stuðningsfulltrúar mæta til starfa. 
28. ágúst. Skólasetning kl. 16:00 sunnan við skólann að venju. 
Stutt athöfn og boðið upp á kaffi og með því.
29. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá í 2. til 10. bekk.
Fyrstu bekkingar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara eftir hádegi.
30. ágúst. Kennsla hjá öllum bekkjum samkvæmt stundaskrá.

Hlakka til að hitta nemendur, aðstandendur, starfsfólk og velunnara skólans.

Bestu kveðjur,
Freyja Friðbjarnardóttir