Í Varmahlíðarskóla var haldið upp á bláa daginn s.l. þriðjudag, en markmið dagsins er að vekja athygli á málefnum barna með einhverfu.
Flestir mættu í einhverju bláu og allir bekkir horfðu á myndband/bönd um einhverfu. Í kjölfarið var rætt um fjölbreytileika mannlífsins og það að tveir einhverfir einstaklingar geta verið gjörólíkir.