Nemendur æfa nú af kappi fyrir árshátíðarverkefni þessa árs sem er Latibær. Þar er sungið, leikið og dansað og fjallað um mikilvægi þess að borða rétt, hreyfa sig og auðvitað að vera góð manneskja en margt getur verið flókið í heimi Latabæjar, eins og raunin virðist vera í fjölmörgum heimum.