Afar vel heppnuð árshátíð

Fullt var út úr dyrum á árshátíð skólans í Miðgarði. Eins og áður léku nemendur 10. bekkjar burðarhlutverk með aðstoð nemenda í 9. bekk, en nemendur í 7. og 8. dönsuðu og sungu.  Það er samdóma álit áhorfenda að sýningin hafi tekist glimrandi vel, leikarar og dansarar geisluðu, söngvarar  brilleruðu og áhorfendur hlógu og skemmtu sér vel.  Að lokinni sýningu fór þorri áhorfenda og leikenda í hefðbundið kaffi í skólanum, sem var í boði 10. bekkjar og skólans.  Að venju var sýningin tekin upp og verður geisladiskurinn til sölu í næstu viku fyrir kr. 1500.  Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Margréti ritara.

Hér eru myndir af generalprufunni þar sem leikarar eru ófarðaðir og lítt greiddir, 

Hér eru svo myndir af sjálfri árshátíðinni.