Almennar skólareglur og punktakerfið

Í dag 12. nóvember voru kynntar endurskoðaðar skólareglur og punktakerfi. Leitast var við að einfalda þær reglur sem fyrir voru og höfða meira til ábyrgðar nemenda.  Um skólareglur og punktakerfi í heild sinni er hægt að skoða undir flipanum NEMENDUR.

Grunnreglurnar eru eftirfarandi:

1.    Við mætum stundvíslega í allar kennslustundir. Forráðamenn tilkynna forföll tímanlega til skóla og skólabílstjóra.

2. Við berum virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum og sýnum jákvæðni í öllum samskiptum.

3. Við sýnum engum ofbeldi hvort sem er andlegt eða líkamlegt.

4. Við göngum snyrtilega um skólann og berum virðingu fyrir eigum hans og annarra.

5. Við komum í klæðnaði sem hentar veðurfari hverju sinni. Yfirhafnir og útiskór eru geymd í útifatageymslu og ekki notuð innanhúss.

 6. Við notum hvorki tóbak né vímuefni.

 7. Við notum ekki farsíma/ vasatölvur (I phone, Mp 3 spilara, I-pad o.fl.) í kennslustundum nema með leyfi kennara. Slíkt er skilið eftir á skólaborðum áður en farið er á salerni eða í styttri ferðir úr kennslustund.

8. Við sitjum öll til borðs  í matsal skólans á matmálstímum og þar notum við ekki farsima/vasatölvur.

9. Við hlítum fyrirmælum kennara og annars starfsfólks.

 10. Við gerum okkar besta í starfi og leik.