Fyrst var byrjað á því að fara yfir hvað eru æfingar og hvort nemendur kynnu einhverjar æfingar. Ekki stóð á svörum frá þeim og kunnu þau fjölmargar æfingar og voru greinilega alveg með á hreinu hvernig æfingar eru. Nemendur fengu viðarbút og snæri til að vinna verkefnið. Á viðarbútinn skrifuðu þeir nafnið á æfingunni og hversu mörgum sinnum á að gera hana og teiknuðu svo mynd af æfingunni með. Að því loknu fengu þeir snæri og fóru út til að hengja á tréin í skóginum. Þannig að núna geta allir notið þess að gera æfingar með göngutúrnum í skóginum hjá Varmahlíðarskóla.