Aðventugleði foreldrafélagsins verður laugardaginn 26.nóvember kl 13-15 í Varmahlíðarskóla. Föndurstöðvar verða í skólastofum á neðri hæðinni, jólakortagerð, jólaperl, tréplatti, pappírsföndur og piparkökuskreytingar. Tónlistaratriði frá tónlistarskólanum í setustofunni. 10.bekkur verður með kaffihús í mstsalnum og selur vöfflur og kakó til styrktar ferðasjóði sínum. Allir velkomnir að kíkja við. Gott væri að hafa pennaveskið með og gaman ef sem flestir mættu með jólasveinahúfu.