Á morgun fimmtudag hvetjum við foreldra og/eða aðra aðstandendur að koma með börnum sínum og eiga skemmtilega stund með þeim í undirbúningi jólanna. Margar skemmtilegar stöðvar verða í boði og geta þátttakendur valið það sem þeim hugnast best og farið á milli stöðva eins og þeir vilja. Tálgað jólasveina, jólakort, föndra úr pappír og filti, búið til jólaluktir úr krukkum, spilað ýmis spil, dansað á jóladiskói, farið á kaffihús, hlustað á nemendur tónlistaskólans spila og farið í jólamyndatöku! Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nemendum er ekki skylt að mæta í þessa samverustund og verður heimkeyrsla strax eftir hádegismat kl. 12:30 fyrir þá sem ekki ætla að taka þátt. Við viljum endilega sjá sem flesta aðstandendur, allir velkomnir og nauðsynlegt er að einhver sé með hverju barni, sérstaklega í yngstu bekkjunum. Endilega látið ömmur og afa, frænkur og frænda og velviljara skólans vita, allir velkomnir að kíkja við. Skólabílar keyra ekki heim að lokinni aðventugleði og foreldrar þurfa að sjá um að koma börnum heim. 10.bekkur selur vöfflur og kakó á kaffihúsi í matsalnum til styrktar ferðasjóði sínum.