Aðventuföndur foreldrafélagsins

Eftir hádegismat mætti hópur aðstandenda, bæði skipuleggjendur sem og þátttakendur.  Í boði var ýmislegt: jólakortagerð, krukkuskreytingar, allskonar spil, jóladiskó, tálgun, pappírs- og filtföndur og jólamyndataka, eins og myndirnar sýna.  Einnig settu nemendur 10. bekkjar upp kaffihús í matsalnum sem sló heldur betur í gegn. Nemendur tónlistarskólans sáu um tónlist og komu fram í setustofunni með fjölbreytt tónlistaratriði.  Ásamt myndasýningu í tölvu frá skólastarfinu í haust var úrval bóka til sýnis á kaffistofunni sem gestir og gangandi fengu kost á skoða.