Framleiðendur Fellum grímuna eru þær Jóhanna Jakobsdóttir og Sigurbjörg Bergsdóttir en þær reka fyrirtækið Ekta Ísland: „Við vildum opna umræðuna um að það er engin skömm að glíma við kvíða, meðvirkni eða aðra kvilla. Okkur langaði að sýna ungu fólki með einlægum og skemmtilegum hætti að þótt fólk nái góðum árangri í lífinu og allt líti vel út á yfirborðinu, þá þýðir það ekki endilega að allir hafi náð settu marki eins og ekkert sé.“
Þjóðþekktir einstaklingar koma fram og segja sína sögu í myndinni. Þeirra á meðal eru Ari Eldjárn, Sveppi, Anna Svava Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, Páll Óskar, Annie Mist og Gunnar Nelson.
Rétt er að árétta að frekari dreifing myndarinnar er með öllu óheimil, en hafi foreldrar og aðstandendur áhuga geta þeir sent beiðni á Möggu ,,riddara", ritari@varmahlidarskoli.is