Varmahlíðarskóli - heilsueflandi grunnskóli

Varmahlíðarskóli  hefur verið þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli frá skólaárinu 2011 – 2012.  Landlæknisembættið heldur utan um verkefnið Heilsueflandi grunnskóli

Í Aðalnámsskrá er unnið með 6 grunnþætti og er heilbrigði og velferð einn þeirra.  Þar eru meðal annars lagt til grundvallar jákvæð sjálfsmynd, andleg vellíðan, góð samskipti, og skilningur á eigin tilfinningum og annarra. 

 

Í heilsueflandi skóla er áhersla lögð á eftirfarandi átta þætti skólastarfsins:

Nemendur, mataræði- og tannheilsu, heimili, geðrækt, nærsamfélag, hreyfingu og öryggi, lífsstíl og starfsfólk.

Tímaröð viðfangsefna:

Ár Viðfangsefni  
2021-2022

Heilbrigði og hreysti, hollt mataræði og aukin hreyfing.  Áhersla á skólahreystibraut.

 
2020-2021

Næring og sjálfsmynd nemenda,  líðan  starfsfólks og starfsanda

 
2019 - 2020 Hreyfing  
2018 - 2019 Nemendur  
2017 - 2018 Heilbrigði og hreysti  
2016 - 2017 Lífleikni  
2015 - 2016 Hreyfing  
2014 - 2015 Starfsfólk  
2013 - 2014 Geðrækt  
2012 - 2013 Mataræði   
2011 - 2012 Lífsleikni - Samstarf   við nærsamfélagið.  
2010-2011 Könnun á hreyfingu,   fræðslu og mataræði barna.  

 

Á þessum árum sem skólinn hefur verið þátttakandi í verkefninu hafa verkefnin verið af ýmsum toga. 

Heimsókn til eldri borgara

Hreyfidagar

Geðorðin og góðvildarvinna

Ferð 9. bekkjar í skólabúðir UMFÍ á Laugarvatni

Danskennsla

Rökkurganga

Fyrirlestrar og gestir

Hjólaferðir