Frístund

Sími: 626 4424 / fristund@vhls.is

Skráning í frístund

Frístund Varmahlíðarskóla er skólavistun í Varmahlíðarskóla fyrir nemendur í 1.-4. bekk.

Daglegur opnunartími er frá skólalokum til kl. 16:30. 

Viðverutími í frístund getur verið allt frá 1 klst. til 10 klst. á viku. 

Í Frístund er lögð áhersla á:

* Hlýlegt og öruggt umhverfi.

* Frjálsan og skapandi leik þar sem börnin velja sjálf viðfangsefni.

* Góð samskipti þar sem við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, öðrum og umhverfi okkar.

Frístund er opin á starfs- og  foreldraviðtalsdögum skólans og í vetrarfríum  frá kl. 8:00-16:00.  Sérstök skráning fer fram á þessum dögum og þeir eru greiddir sér.  Lokað er í jóla- og páskafríum og á fræðsludegi sveitafélagsins sem haldinn er í ágúst ár hvert.

Skráning í frístund er bindandi samkvæmt Innritunarreglum fyrir frístund í Skagafirði. Hægt er að sækja um vistun með rafrænni skráningu.

Séu einhverjar fyrirspurnir má senda tölvupóst á fristund@vhls.is.

Gjaldskrá