Litla upplestrarkeppnin

Hún er fyrir nemendur í 4. bekk og hefur verið haldin 14 sinnum. Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Lögð er áhersla á virðingu og vandvirkni, allir nemendur eru með í liðinu, allir koma fram á lokahátíð og allir fá viðurkenningarskjal í lokin. Kennarar sem hafa tekið þátt eru sammála um mikilvægi Litlu upplestrarkeppninnar og vekur hún bæði ánægju, eflir sjálfstraust og bætir lestrarfærni.  Nemendur lásu texta af mismunandi gerðum; sögur, skrýtlur, ljóð og margt fleira. Einnig komu tveir nemendur úr 7 .bekk sem voru valdar til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var í FNV fyrir hönd Varmahlíðarskóla; Heiðdís Rós Hafrúnardóttir las ljóðið Vorvísa eftir Halldór Laxness og Sigrún Sunna Reynisdóttir las ljóðið Mér er um hug og hjarta nú eftir Steinn Steinarr. Þrír nemendur úr 3. bekk voru með tónlistaratriði; Elísa Hebba Guðmundsdóttir spilaði á píanó og Hrafnhildur Ronja Guttormsdóttir og Haraldur Stefánsson spiluðu á fiðlu. Kynnir var Trostan Agnarsson. Stundin var afar skemmtileg og stóðu allir sig frábærlega.