Hvað er menning?

Oft spyr fólk sig að því hvort eitt og annað sé menningarlegt og er þá stundum fjallað um kvikmyndir, bækur, umræðuhópa, íþróttaiðkun og svo mætti lengi telja. Ekki virðast allir á eitt sáttir um það hvort allt sé jafn virðulegt og eigi rétt að vera kallað menningarlegt. Svör fást ekki endilega við því hvort einhver hafi réttara fyrir sér en annar. Þó má benda á að samkvæmt sumum skilgreiningum er allt það sem mannfólkið fæst við talið menningarlegt. 

Hvort sem nemendur taka afstöðu til þess hvað teljist æðst í menningarstiganum er það víst að margir þeir njóta þess að taka þátt í þeirri skólamenningu sem félagsmál eru. Þá koma nemendur saman til þess að stunda íþróttir, ræða málin, borða, slappa af og grípa svo kannski í spil eða dansa fáein spor, allt eftir því hvað augnablikið býður.